Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   fim 04. júlí 2019 22:11
Sævar Ólafsson
Ási Arnars: Sanngjarn sigur
Ásmundur og lærisveinar sitja einir á toppnum eftir 10 leiki spilaða
Ásmundur Arnarsson
Ásmundur Arnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnismenn tróna efstir í Inkasso deildinni að 10 umferðum spiluðum eftir nokkuð öruggan 0-2 útisigur á Leiknismönnum í kvöld. Ásmundur Arnarson þjálfari Fjölnismanna var skiljanlega ánægður með úrslitin.

„Mjög ánægður með niðurstöðu dagsins – menn lögðu sig vel fram og þetta var erfiður leikur, menn vissu það fyrir. Leiknismenn hafa verið að ná góðum úrslitum og með fínt lið en mér fannst þetta vera sanngjarn sigur eftir góða frammistöðu frá mínum mönnum."

Fjölnismenn tóku forystuna í fyrri hálfleik og virtust með nokkuð góð tök á leiknum heilt yfir og virtust sigla þessu nokkuð þægilega heim þrátt fyrir tilraunir Leiknismanna á að ná að jafna og svo síðar minnka muninn.

„Auðvitað fer um mann oft í svona leik – sérstaklega í stöðunni 1-0 þá má lítið útaf bera en heilt yfir fannst mér þetta nokkuð sannfærandi hjá okkur."

Lestu um leikinn: Afturelding 2 -  1 Tindastóll

Leikmannaglugginn var nýverið opnaður. Rasmus Christiansen miðvörður hefur verið að leika vel hjá Fjölni í sumar og myndað gott teymi með fyrirliðanum Bergsveini Ólafssyni. Hvernig líta málin út varðandi framhaldið?

„Nei, nei ég veit svo sem ekkert með það en hann er okkar maður eins og er og við reiknum með honum áfram."

Athygli vakti að Albert Brynjar Ingason sóknarmaður var utan hóps eftir að hafa orðið fyrir meiðslum í síðasta leik gegn Þór Akureyri.

„Hann meiddist í síðasta leik gegn Þór, handarbrotnaði og við eigum eftir að fá betur úr því skorið hversu slæmt það er – hversu lengi hann verður frá, það kemur í ljós."

Viðtalið í heild sinni má nálgast í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner