Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 04. júlí 2019 17:11
Egill Sigfússon
Byrjunarlið Vals og KA: Óli Kalli og Patrick saman frammi
Patrick Pedersen snýr aftur í kvöld
Patrick Pedersen snýr aftur í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslandsmeistarar Vals fá KA í heimsókn á Origo völlinn í 12. umferð Pepsí Max-deildar karla klukkan 18:00 í kvöld. Fyrir leikinn eru Valsarar í 6.sætinu eftir að hafa unnið tvo leiki í röð, nú eru þeir komnir með Patrick Pedersen aftur og ljóst að þeir ætla sér að komast í toppbaráttu eftir erfiða byrjun. KA eru búnir að vera ískaldir undanfarið og tapað tveimur leikjum í röð, breyta þeir því hér í kvöld?

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum

Hjá Val byrja Patrick Pedersen og þeirra besti leikmaður þessa leiktíðina, Ólafur Karl Finsen saman upp á topp. Valur stillir upp mjög sóknarsinnuðu liði, Birkir Már, Eiður Aron og Sebastian Hedlund eru einu varnarmennirnir í liðinu og þá eru Kaj Leó, Sigurður Egill, Kristinn Freyr og Andri Adolphsson allir inná ásamt Ólafi og Patrick. Allt sóknarsinnaðir leikmenn.

KA gerir eina breytingu frá tapinu gegn Fylki í síðustu umferð. Haukur Heiðar Hauksson kemur inn í þriggja manna hafsentakerfið og Torfi Tímóteus Gunnarsson fer á varamannabekkinn. Alexander Groven er ekki í hóp í kvöld, líklega meiddur. Þá er Aron Dagur Birnuson markvörður KA á varamannabekknum í kvöld en hann er búinn að vera glíma við meiðsli.

Byrjunarlið Vals
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson
6. Sebastian Hedlund
7. Haukur Páll Sigurðsson (f)
9. Patrick Pedersen
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
17. Andri Adolphsson
19. Lasse Petry
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson
71. Ólafur Karl Finsen
77. Kaj Leo í Bartalsstovu

Byrjunarlið KA
12. Kristijan Jajalo (m)
2. Haukur Heiðar Hauksson
3. Callum George Williams
6. Hallgrímur Jónasson (f)
7. Almarr Ormarsson
8. Daníel Hafsteinsson
9. Elfar Árni Aðalsteinsson
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
17. Ýmir Már Geirsson
22. Hrannar Björn Steingrímsson
23. Steinþór Freyr Þorsteinsson
Athugasemdir
banner
banner