Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 04. júlí 2019 08:54
Magnús Már Einarsson
Copa America: Perú í fyrsta skipti í úrslit í 44 ár
Þriðja markinu fagnað.
Þriðja markinu fagnað.
Mynd: Getty Images
Síle 0 - 3 Perú
0-1 Edison Flores ('22)
0-2 Yoshimar Yotun ('38)
0-3 Paolo Guerrero ('90)

Perú tryggði sér í nótt sæti í úrslitum Copa America í fyrsta skipti í 44 ár en liðið sigraði Síle örugglega 3-0 í undanúrslitum.

Eduardo Vargas klikkaði á vítaspyrnu fyrir Síle seint í leiknum en hann vippaði beint á markið og Pedro Gallese varði.

Úrslitaleikurinn fer fram á sunnudag en Perú mætir þar heimamönnum í Brasilíu.

Perú steinlá 5-0 gegn Brasilíu í riðlakeppninni í Copa America en spennandi verður að sjá hvort annað verði upp á teningnum á sunnudag.
Athugasemdir
banner