Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 04. júlí 2019 11:00
Magnús Már Einarsson
Félög í MLS deildinni vilja fá Aron Jó
Mynd: Getty Images
Sænskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að Hammarby sé að reyna að krækja í framherjann Aron Jóhannsson.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er Hammarby ekki eina félagið á eftir Aroni því félög í MLS deildinni í Bandaríkjunum hafa einnig sýnt honum áhuga.

Aron hefur leikið með landsliði Bandaríkjanna síðan árið 2013 en hann hefur skorað fjögur mörk í nítján landsleikjum.

Samningur Arons við Werder Bremen rann út um síðustu helgi og því er hann félagslaus í augnablikinu.

Aron er 28 ára gamall en hann hefur átt við erfið meiðsli að stríða undanfarin ár. Af þeim sökum spilaði hann einungis einn leik í þýsku Bundesligunni á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner