Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 04. júlí 2019 18:00
Magnús Már Einarsson
Fyrrum varnarmaður Fjölnis slær í gegn í Noregi
Tobias í leik með Fjölni árið 2016.
Tobias í leik með Fjölni árið 2016.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tobias Salquist, fyrrum varnarmaður Fjölnis, hefur slegið í gegn í vörn Lilleström í norsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

Hinn 24 ára gamli Tobias var á láni hjá Fjölni frá danska félaginu Silkeborg árið 2016 en hann skoraði tvö mörk í 21 leik í Pepsi-deildinni og þótti standa sig vel.

Eftir tímabilið sýndi FH áhuga á að fá Tobias í sínar raðir en aldrei varð þó af þeim félagaskiptum.

Tobias er frá Danmörku en hann spilaði tuttugu leiki með Silkeborg tímabilið 2017/2018 áður en belgíska félagið Waasland-Beveren fékk hann í sínar raðir fyrir ári síðan.

Tobias spilaði einungis fimm leiki með Waasland-Beveren áður en Lilleström keypti hann í janúar.

Hjá Lilleström hefur Tobias blómstrað en hann hefur verið einn besti ef ekki besti varnarmaðurinn í norsku úrvalsdeildinni í ár. Samkvæmt einkunnagjöf blaða í Noregi hefur Tobias verið einn af tíu bestu leikmönnum deildarinnar á tímabilinu.

Lilleström bjargaði sér frá falli á síðustu stundu á síðasta tímabili en liðið er í tíunda sæti af sextán liðum í augnablikinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner