Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 04. júlí 2019 14:00
Magnús Már Einarsson
Gary Martin: Eigum frábæra möguleika á að halda okkur uppi
Gary Martin í leik með Val fyrr á tímabilinu.
Gary Martin í leik með Val fyrr á tímabilinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er spenntur. Æfingarnar eru farnar að hafa tilgang á nýjan leik og ég hlakka til að byrja að spila á ný," sagði Gary Martin framherji ÍBV við Fótbolta.net í dag.

Gary spilar sinn fyrsta leik með ÍBV gegn KR á laugardaginn en hann hefur ekki spilað neinn leik síðan síðasti leikur hans með Val var 11. maí síðastliðinn. Gary gerði starfslokasamning við Val í lok maí og samdi í kjölfarið við ÍBV.

„Ég þurfti smá tíma í frí eftir það sem gekk á en ég hlakka til að byrja að spila aftur á laugardaginn," sagði Gary en hann mætir gömlu félögunum í KR í fyrsta leik sínum í Eyjum.

„Þetta verður spennandi. Ég átti góða tíma þar. Þetta verður erfitt, þeir eru besta liðið á landinu og við verðum að ná einhverju úr þessum leik. Þetta er heimaleikur og hópurinn okkar telur að við getum unnið heimaleiki og gert hvaða liði sem er erfitt fyrir."

ÍBV er í neðsta sæti Pepsi Max-deildarinnar með fimm stig en liðið er sex stigum frá öruggu sæti eftir tíu umferðir. Gary er viss um að liðið geti haldið sæti sínu í deildinni.

„Já, 100%. Miðað við það sem ég hef séð þá eigum við frábæra möguleika. VIð þurfum að hafa fyrir hlutunum og það er eðlilegt í þeirri stöðu sem við erum í. Við erum mjög vongóðir um að við getum haldið okkur uppi því við höfum gæði í hópnum," sagði Gary en hann hefur ekki sett sér nein markmið í markaskorun út tímabilið.

„Eina markmið mitt er að hjálpa ÍBV að halda sæti sínu í deildinni. Staðan hefur verið mjög skrýtin hjá mér svo ég vil byrja að spila aftur, leggja hart að mér og gera mitt besta til að passa upp á að við verðum áfram í Pepsi-deildinni."

Gary er í Draumaliðsdeild Eyjabita. Er hann í þínu liði?
Athugasemdir
banner
banner
banner