Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 04. júlí 2019 19:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kolbeinn Birgir verður hjá Fylki í mánuð í viðbót
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kolbeinn Birgir Finnsson er búinn að semja við Fylki út júlímánuð samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Kolbeinn er á láni hjá Fylki frá Brentford í Englandi og rann lánssamningur hans út á dögunum. Nú er það ljóst að hann mun taka annan mánuð með Fylki.

„Satt að segja veit ég það ekki. Samningurinn er runninn út, Fylkir reynir örugglega að halda mér og ég er alveg til í það. Ég á eftir að skoða þetta, það hefur verið alveg ótrúlega gaman. En maður þarf að hugsa þetta rökrétt," sagði Kolbeinn í viðtali við Fótbolta.net eftir sigur gegn KA síðastliðinn sunnudag.

Smelltu hér til að horfa á viðtalið.

Kolbeinn er 19 ára, en hann hefur leikið 11 leiki með Fylki í deild og bikar í sumar og skorað eitt mark. Fylkir er í fimmta sæti Pepsi Max-deildarinnar.

Næsti leikur liðsins er gegn ÍA á útivelli á laugardaginn.

Athugasemdir
banner
banner
banner