Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fim 04. júlí 2019 16:30
Fótbolti.net
„Leiðinlegt þegar menn tapa öllum leikjum 10-0"
Úr leik í 4. deildinni hjá Kóngunum.
Úr leik í 4. deildinni hjá Kóngunum.
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Af 31 liði í 4. deildinni í sumar eru tvö án sigurs og með langslakasta árangurinn. Kóngarnir eru án stiga og með markatöluna 4:76 eftir sjö leiki í D-riðli á meðan Afríka er án stiga með markatöluna 1:64 eftir átta leiki í B-riðli.

Fótbolti.net ræddi 4. deildina í hlaðvarpsþætti í gær en þar kallaði Magnús Valur Böðvarsson, sérfræðingur í 4. deildinni, eftir því að sett verði strangari þátttökuskilyrði í 4. deildinni til að koma í veg fyrir að lið skrái sig til leiks ef þau eiga ekki erindi í deildina.

„Ég hef lengi verið á þeirri skoðun að það sé kominn tími á að taka upp þátttökugjald í deildinni. Það myndi hafa áhrif á þátttöku hjá svona slökum liðum sem eru ekki að æfa og eru ekki með alvöru fótboltamenn. Mér finnst leiðinlegt þegar lið eru að skrá sig til keppni og eru að tapa öllum leikjum 10-0," sagði Magnús Valur.

„Hér áður fyrr var þátttökugjald og svo þurfti að borga dómarakostnað. KSÍ tók dómarakostnaðinn alveg yfir sem ég fagna en þessi félög gefa ekki neitt til baka. Eru að koma dómarar frá þeim? Ekki svo ég viti. Þau gera ekkert fyrir fótboltaheiminn."

Kóngarnir hafa meðal annars tapað 17-0 gegn Ægi og 13-0 gegn Elliða í sumar. Ingimar Helgi Finnsson, leikmaður Árborgar, var einnig gestur í hlaðvarpsþættinum í gær.

„Þetta eru tölur sem eiga ekki að sjást, sama hvaða deild það er. Þetta eru leiðinlegustu leikir sem ég hef spilað. Að spila á móti Kóngunum og vina þá 10-0 eða 11-0. Það þarf eitthvað að gera. Þetta hefur verið svona í mörg ár. Ég skil ekki af hverju þeir eru ekki í Gulldeildinni í Leikni," sagði Ingimar.

Smelltu hér til að hlusta á umræðuna um 3. deildina
Athugasemdir
banner
banner
banner