Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 04. júlí 2019 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nýr leikmaður City segir að Manchester sé að verða meira blá
Rodri er dýrasti leikmaður í sögu Manchester City.
Rodri er dýrasti leikmaður í sögu Manchester City.
Mynd: Getty Images
Manchester City gekk í dag frá kaupum á spænska miðjumanninum Rodri frá Atletico Madrid. Rodri kostar 62 milljónir punda og er hann dýrasti leikmaðurinn í sögu Manchester City.

Fyrra metið hljóðaði upp á 60 milljónir punda þegar Riyad Mahrez kom frá Leicester í fyrra.

Rodri, sem er 22 ára, hefur aðeins leikið eitt tímabil með Atletico en hann kom frá Villarreal fyrir ári síðan.

Manchester United hefur í gegnum tíðina verið stóra félagið í Manchester, en Rodri telur að borgin sé að verða meira blá.

„Ég elska borgina, ég elska Manchester. Borgin er að verða meira blá. Liðið er að vinna mikið og það segir mér að liðið er að vaxa. Þess vegna kom ég hingað," sagði Rodri á blaðamannafundi.

„Kannski er City búið að breyta sögunni. Á síðustu fimm eða sex árum hefur City breytt sögu fótboltans, ekki bara í Manchester, í öllu Englandi."

Þegar hann heyrði af áhuga Manchester City segir hann að það hafi aldrei verið spurning hvert hann væri að fara.

Manchester City vann ensku þrennuna á síðustu leiktíð; ensku úrvalsdeildina, deildabikarinn og FA-bikarinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner