Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 04. júlí 2019 18:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Patrick Pedersen fljótur að stimpla sig inn í Pepsi Max-deildina
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Patrick Pedersen er mættur aftur í Pepsi Max-deildina!

Patrick gerði fjögurra ára samning við Val fyrr í vikunni en hann samdi við félagið í þriðja skipti á ferlinum eftir dvöl hjá Sheirff í Moldavíu undanfarna mánuði.

Patrick á magnaðan feril að baki með Val en hann hefur skorað 47 mörk í 72 leikjum síðan hann kom fyrst til félagsins árið 2013.

Í fyrrasumar var Patrick besti leikmaður Pepsi-deildarinnar en hann skoraði sautján mörk þegar Valur varð Íslandsmeistari.

Patrick er í liði Vals sem er að spila við KA þessa stundina. Það er kominn hálfleikur og er Daninn auðvitað með eina mark fyrri hálfleiks. Markið kom rétt áður en fyrri hálfleiknum lauk.

„Patrick Pedersen er mættur aftur! Andri kemst upp hægra megin, kemur með frábæra fyrirgjöf á fjær þar sem Patrick er aleinn og stangar boltann í netið. Patrick Pedersen skorar alltaf mörk!" skrifaði Egill Sigfússon í beinni textalýsingu.

Textalýsingu frá leiknum má nálgast hérna.



Athugasemdir
banner
banner