Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 04. júlí 2019 19:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi Max-deildin: Pedersen með stórleik í sigri Vals
Patrick skoraði eitt og lagði upp tvö.
Patrick skoraði eitt og lagði upp tvö.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Valsmenn að komast í gang.
Valsmenn að komast í gang.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur 3 - 1 KA
1-0 Patrick Pedersen ('45 )
2-0 Kristinn Freyr Sigurðsson ('49 )
3-0 Andri Adolphsson ('74 )
3-1 Elfar Árni Aðalsteinsson ('81 )
Lestu nánar um leikinn

Patrick Pedersen mætti aftur með látum í íslenska boltann þegar Valur vann KA í Pepsi Max-deildinni í kvöld. Um var að ræða eina leik kvöldsins í deildinni.

Patrick gerði fjögurra ára samning við Val fyrr í vikunni en hann samdi við félagið í þriðja skipti á ferlinum eftir dvöl hjá Sheirff í Moldavíu undanfarna mánuði. Patrick á magnaðan feril að baki með Val en hann hefur skorað 47 mörk í 72 leikjum síðan hann kom fyrst til félagsins árið 2013.

Í fyrrasumar var Patrick besti leikmaður Pepsi-deildarinnar en hann skoraði sautján mörk þegar Valur varð Íslandsmeistari.

Hann mætti beint inn í byrjunarlið Vals og kom liðinu yfir gegn KA stuttu fyrir leikhlé. „Patrick Pedersen er mættur aftur! Andri kemst upp hægra megin, kemur með frábæra fyrirgjöf á fjær þar sem Patrick er aleinn og stangar boltann í netið. Patrick Pedersen skorar alltaf mörk!"> skrifaði Egill Sigfússon í beinni textalýsingu.


Snemma í seinni hálfleik komst Valur í 2-0 og var það Kristinn Freyr Sigurðsson sem skoraði eftir frábæra sókn Vals og stoðsendingu Patrick Pedersen.

Frábær byrjun hjá Val í seinni hálfleiknum og þeir gengu algjörlega frá leiknum þegar stundarfjórðungur var eftir. Andri Adolphsson skoraði þá eftir aðra stoðsendingu hins danska Pedersen.

Elfar Árni Aðalsteinsson minnkaði muninn fyrir KA á 81. mínútu, en gestirnir frá Akureyri komust ekki lengra og lokatölur 3-1.

Eftir erfiða byrjun eru Valsmenn, Íslandsmeistarar síðustu tveggja ára, loksins að komast í gang. Þetta er fjórði sigur liðsins í síðustu fimm leikjum og þriðji sigurinn í röð. Valur er í fimmta sæti með 16 stig.

Þetta er þriðja tap KA í röð og fjórða tapið í síðustu fimm leikjum. Ekki frábært fyrir KA-menn sem sitja í áttunda sæti með 12 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner