Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 04. júlí 2019 17:15
Magnús Már Einarsson
Stoke setur Bojan, Imbula og fleiri út í kuldann
Bojan Krkic.
Bojan Krkic.
Mynd: Getty Images
Nathan Jones, stjóri Stoke, hefur tilkynnt átta leikmönnum að þeir fari ekki með í æfingaferð til Hollands í næstu viku.

Leikmennirnir eru ekki í áætlunum Jones fyrir komandi tímabil í Championship deildinni en margir þeirra léku með Stoke í ensku úrvalsdeildinni þarsíðasta vetur.

Á meðal leikmannanna átta eru Bojan Krkic, fyrrum leikmaður Barcelona, og Giannelli Imbula sem varð dýrasti leikmaðurinn í sögu Stoke þegar félagið keypti hann frá Porto árið 2016 á 18,3 milljónir punda.

Varnarmennirnir Erik Pieters, Geoff Cameron, Moritz Bauer og Kevin Wimmer eru einnig úti í kuldanum sem og framherjarnir Mame Biram Douf og Julien Ngoy.
Athugasemdir
banner
banner
banner