Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 04. júlí 2019 22:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þrír miðverðir byrjuðu hjá KA og enginn kláraði leikinn
Hallgrímur Jónasson.
Hallgrímur Jónasson.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
KA lenti í erfiðleikum gegn Íslandsmeisturum Vals í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

Lokatölur urðu 3-1 fyrir Val þar sem Patrick Pedersen skoraði eitt og átti tvær stoðsendingar.

Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA, byrjaði með Callum Williams, Hallgrím Jónasson og Hauk Heiðar Hauksson sem miðverði sína í þriggja manna vörn.

Enginn af þessum miðvörðum kláraði leikinn hjá KA. Hallgrímur og Callum fóru meiddir af velli og fór Haukur Heiðar af velli þegar KA reyndi að bæta í sóknina.

„Haddi og Callum voru meiddir, svo kom taktísk breyting þegar ég tók Hauk Heiðar út af. Ég fækkaði hafsentum til að koma okkur inn í leikinn - það virkaði ekki," sagði Óli Stefán.

„Callum fær tognun aftan í læri og við verðum að skoða það. Haddi lendir illa í návígi í fyrri hálfleik og stífnaði allur upp. Þetta er hluti af þessu og við verðum að taka á því þegar við komum norður og skoða stöðuna."

Brynjar Ingi Bjarnason kom inn á fyrir Callum og Torfi Tímoteus Gunnarsson inn á fyrir Hallgrím. Ásgeir Sigurgeirsson kom svo inn á fyrir Hauk Heiðar og breyttu KA-menn í fjögurra manna vörn við þá skiptingu.

Ekki á hverjum degi þar sem lið byrjar með þrjá miðverði og enginn af þeim klárar leikinn.
Óli Stefán: Áttum ekki breik í þá
Athugasemdir
banner
banner
banner