Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 04. júlí 2019 12:00
Elvar Geir Magnússon
Tómas Þór spáir í 10. umferðina í Inkasso
Tómas Þór Þórðarson.
Tómas Þór Þórðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Spámaður 10. umferðar Inkasso-deildarinnar er enginn annar en íþróttafréttamaðurinn Tómas Þór Þórðarson!

Spennan í Inkasso er ótrúleg en Gunnar Þorsteinsson reið ekki feitum hesti sem síðasti spámaður, hann náði aðeins einum leik rétt.

Keflavík 1 - 1 Haukar (í kvöld 19:15)
Hvorugt liðið á frábærum stað en Haukarnir þó í smá gír núna undir stjórn Búa. Keflavík hefur gengið illa að skora og halda hreinu upp á síðkastið þannig jafntefli í tíðindalitlum leik er ekki ólíklegt.

Leiknir R. 2 - 3 Fjölnir (í kvöld 19:15)
Held það verði mikið fjör tveggja skemmtilegra liða sem hafa samtals gert eitt jafntefli og hafa skorað næst flest og þriðju flest mörkin í deildinni. Vonandi opið og skemmtilegt en held að Fjölnir hafi aðeins fleiri vopn til að klára þetta.

Þór 0 - 1 Fram (föstudag 18)
Þórsarar í basli án Spánverjana en Framarar fengu auðvitað skelfilegar fréttir á dögunum þegar ljóst varð að Hlynur Atli spilar ekki meira í sumar. Það er einhver ára fyrir Fram núna sem ég fíla og liðið hefur trú held ég að það geti sótt sigra á svona erfiðan völl.

Grótta 4 - 1 Njarðvík (föstudag 19:15)
Óskar Hrafn's high flying birds halda áfram að fljúga og rúlla yfir Njarðvík. Liðið er bara töluvert betra en þessi lið í neðri hlutanum og spila bolta sem þau ráð ekkert við. Halda illa hreinu samt.

Víkingur Ó. 2 - 0 Afturelding (föstudag 20)
Ólsarar komast aftur á sigurbraut. Þrátt fyrir slakt gengi í síðustu þremur leikjum hefur liðið aðeins fengið á sig tvö mörk. Þeir múra fyrir bitlausa Mosfellinga og klára þetta.

Þróttur R. 2 - 1 Magni (laugardag 16)
Mér líst aldrei á blikuna fyrir hönd vina minna í Magna þegar þeir eiga bæjarleik á laugardegi. Þróttarar verjast ágætlega og ættu að klára þetta á heimavelli. Verður samt skemmtilegur leikur með kónginn Heimi Ásgeirs á fullu í stúkunni.

Sjá fyrri spámenn:
Sindri Snær Magnússon (3 réttir)
Sigurður Egill Lárusson (3 réttir)
Björgvin Stefánsson (3 réttir)
Aron Bjarnason (2 réttir)
Gunnar Þorsteinsson (1 réttur)
Hörður Ingi Gunnarsson (1 réttur)
Davíð Örn Atlason (1 réttur)
Arnar Sveinn Geirsson (1 réttur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner