Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 04. júlí 2019 13:11
Magnús Már Einarsson
Vængir Júpíters fara til Kýpur
Vængirnir eru Íslandsmeistarar í Futsal.
Vængirnir eru Íslandsmeistarar í Futsal.
Mynd: Vængir Júpiters - Twitter
Í dag var dregið í undankeppni Meistaradeildar UEFA í Futsal og var dregið í höfuðstöðvum UEFA í Nyon.

Íslandsmeistararnir í Vængjum Júpíters voru í pottinum og bíður þeirra nokkuð langt ferðalag þar sem þeir munu leika riðil sinn á Kýpur.

Auk gestgjafanna í Omnonia Nicosia, verða í riðlinum Pinerola Brastislava frá Slóvakíu og Gazi Üniversitesi frá Tyrklandi.

Riðillinn verður leikinn 27. ágúst til 1. september og mun sigurvegari riðilsins komast áfram í keppninni.

Vængirnir fóru einnig í Meistaradeildina í Futsal í fyrra en þá spiluðu þeir í Svíþjóð.

Vegna þátttöku Vængjanna í Meistaradeildini í Futsal þá hefur leikur liðsins gegn Augnabliki í 19. umferðinni í 3. deildinni verið færður til 3. september.

Athugasemdir
banner
banner