Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 04. júlí 2020 18:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi Max-deildin: Víkingar sáu þrjú rauð í tapi gegn KR
Kári var einn þriggja í liði Víkings sem fékk rautt spjald.
Kári var einn þriggja í liði Víkings sem fékk rautt spjald.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR 2 - 0 Víkingur R.
1-0 Kristján Flóki Finnbogason ('61 )
2-0 Pablo Punyed ('88)
Rautt spjald: Kári Árnason, Víkingur R. ('25), Sölvi Geir Ottesen Jónsson, Víkingur R. ('78), Halldór Smári Sigurðsson, Víkingur R. ('85)
Lestu nánar um leikinn

Leikur KR og Víkings á Meistaravöllum var engu líkur. Það fóru þrjú rauð spjöld á loft og öll voru þau á Víkinga. Halldór Smári Sigurðsson, Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen fengu allir að líta rauða spjaldið í leiknum.

Á 25. mínútu dró til tíðinda þegar Kári Árnason, landsliðsmiðvörður, var rekinn af velli fyrir að brjóta á Kristjáni Flóka Finnbogasyni sem var við það að sleppa í gegn.

Við það breyttist leikurinn og fóru Víkingar aftar á völlinn. Staðan var markalaus að loknum fyrri hálfleiknum.

Eftir rúman klukkutíma skoraði Kristján Flóki Finnbogason fyrsta mark leiksins. „Atli kemst famhjá Dofra og neglir inní teiginn með jörðinni þar sem Kristján stingur sér framfyrir Halldór og neglir í markið," skrifaði skólastjórinn Magnús Þór Jónsson í beinni textalýsingu.

Á 78. mínútu rak Helgi Mikael Jónasson annan leikmann Víkinga af velli, fyrirliðann Sölva Geir Ottesen. Stefán Árni Geirsson féll til jarðar eftir viðskipti við Sölva og kom Pablo Punyed á ferðinni og ýtti Sölva á Stefán með þeim afleiðingum að Sölvi fór í andlit Stefáns Árna. Helgi Mikael lyfti upp rauða spjaldinu við litla hrifningu Sölva.

Nokkrum mínútum síðar var Halldór Smári Sigurðsson svo rekinn af velli fyrir ljóta tæklingu. Víkingarnir brjálaðir og aðeins átta eftir á vellinum.

Eftir þriðja rauða spjaldið skoraði KR sitt annað mark. Það gerði Pablo Punyed eftir sendingu Ægis Jarls. Lokatölur 2-0 fyrir KR í þessum ótrúlega leik.

KR er með níu stig eftir fjóra leiki í öðru sæti. Víkingur er í áttunda sæti með fimm stig en þetta var fyrsta tap liðsins í deildinni.

Önnur úrslit:
Pepsi Max-deildin: Átta marka veisla og Fylkissigur

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner