Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 04. júlí 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Manchester-liðin í baráttu um Gnabry
Serge Gnabry
Serge Gnabry
Mynd: EPA
Þýski landsliðsmaðurinn Serge Gnabry er nokkuð óvænt orðinn einn heitasti bitinn á markaðnum en öll stærstu félögin á Englandi hafa áhuga á því að fá hann í sumar.

Gnabry er 26 ára gamall og á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum hjá Bayern München en hann er ekki búinn að ná samkomulagi við félagið um að framlengja.

Bayern vill ekki missa hann frítt næsta sumar og er reiðubúið að hlusta á tilboð í hann í þessum glugga en hann er falur fyrir 35 milljónir punda.

Gnabry þekkir vel til á Englandi eftir að hafa spilað með Arsenal frá 2011 til 2016. Hann náði aldrei að brjóta sér leið inn í byrjunarlið Arsenal og var á endanum látinn fara til Werder Bremen.

Nú eru stærstu félögin á Englandi komin í baráttuna um hann en Manchester City og Manchester United eru meðal þeirra liða sem vilja fá hann.

Raheem Sterling er á förum frá City í þessum glugga og mun hann líklega ganga í raðir Chelsea á meðan United þarf almennt að styrkja hóp sinn.

Arsenal, Chelsea og Liverpool eru einnig sögð áhugasöm um þýska vængmanninn sem á 34 A-landsleiki og 20 mörk fyrir þjóð sína.
Athugasemdir
banner
banner