Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   lau 04. ágúst 2018 21:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Guardian 
Bielsa lét leikmenn sína tína rusl í þrjá tíma
Mynd: Getty Images
Argentínumaðurinn Marcelo Bielsa (62) er tekinn við Leeds í Championship-deildinni. Stuðningsmenn eru spenntir fyrir ráðningunni enda líta stjórar eins Mauricio Pochettino og Pep Guardiola á Bielsa sem læriföður sinn.

Bielsa hefur víða komið við á ferli sínum en hann hefur meðal annars þjálfað landslið Argentínu og Síle. Þá hefur hann stýrt Athletic Bilbao, Lazio og Lille svo einhver félög séu nefnd.

Þetta er spennandi ráðning hjá Leeds en Bielsa er maðurinn sem á að koma liðinu loksins aftur upp í ensku úrvalsdeildina.

Bielsa er fullkomnunarsinni og hann vill að menn vinni fyrir laununum sínum. Bielsa er þekktur sem El Loco - Sá klikkaði.

Blaðamaðurinn David Hytner skrifar mjög athyglisverða grein um Bielsa í Guardian í dag. Þar segir hann frá aðferðum Bielsa og hvernig hann hefur byrjað hjá Leeds.

Þegar hann mætti til Leeds þá vildi Bielsa fá að vita það hvað það tæki hinn meðalstuðningsmann að marga tíma að vinna fyir miða á leik með liðinu. Eftir grófan útreikning komst hann að því að það tæki þrjár klukkustundir. Argentínumaðurinn kallaði því í leikmenn sína og sagði þeim að næstu þrjár klukkustundirnar myndu þeir tína upp rusl í kringum æfingasvæði félagsins.

Hann vildi kenna þeim lexíu, þeir skyldu kunna að meta vinnuna sem stuðningsmenn leggja í það að komast á leikina.

Bielsa leggur mikið á sína leikmenn og vill að þeir fylgi hans fyrirmælum út í það ýtrasta. Það verður spennandi að sjá hvernig aðferðir hans virka fyrir Leeds næstu mánuðina og hvort hann verði sá stjóri sem kemur Leeds loksins upp.

Leeds mætir Stoke á morgun í 1. umferð Championship-deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner