Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 04. ágúst 2020 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Zaha falur fyrir 30 milljónir punda
Wilfried Zaha gæti farið frá Palace
Wilfried Zaha gæti farið frá Palace
Mynd: Getty Images
Enska félagið Crystal Palace er reiðubúið að selja Wilfried Zaha frá félaginu fyrir 30 milljónir punda en þetta kemur fram í The Mirror í dag.

Zaha er 27 ára gamall og hefur verið aðalmaður Palace síðustu árin en hann vildi þó ólmur komast frá félaginu á síðasta ári.

Hann fékk þó ekki ósk sína í gegn og neyddist til að vera áfram en Arsenal og Everton höfðu áhuga á honum.

Palace vildi upphaflega fá 70 milljónir punda fyrir Zaha en nú er félagið tilbúð að sætta sig við 30 milljónir punda.

Chelsea og Manchester United hafa áhuga á að fá leikmanninn en Zaha þekkir vel til hjá United. Man Utd keypti hann frá Palace árið 2013 en hann fann sig ekki hjá United og var lánaður til bæði Cardiff og síðar Palace áður en Lundúnarliðið keypti hann fyrir um það bil 3 milljónir punda.
Athugasemdir
banner
banner