mið 04. ágúst 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Inter mun samþykkja tilboð Chelsea í Lukaku
Romelu Lukaku er líklega á leið aftur til Chelsea
Romelu Lukaku er líklega á leið aftur til Chelsea
Mynd: EPA
Ítalski blaðamaðurinn Alfredo Pedulla segir að ítalska félagið Inter hafi ákveðið að samþykkja 110 milljón punda tilboð Chelsea í Romelu Lukaku.

Inter hafnaði 85 milljón punda tilboð enska félagsins í Lukaku á dögunum en Chelsea bauð þeim einnig að fá Marcos Alonso með í kaupunum.

Chelsea lagði í gærkvöldi fram nýtt 110 milljón punda tilboð og mun Inter samþykkja það tilboð og er það því undir Lukaku sjálfum komið hvort hann vilji stökkva á tækifærið og ganga til liðs við Evrópumeistarana. Þetta yrði dýrasta sala í sögu ítölsku deildarinnar.

Lukaku á óklárað verkefni hjá enska félaginu. Hann var á mála hjá Chelsea frá 2011 til 2014. Hann spilaði 15 leiki en tókst ekki að skora á tíma sínum þar áður en hann var keyptur til Everton.

Það virðist því fátt koma í veg fyrir að hann fari aftur til Chelsea en Inter ætlar að fá Duvan Zapata frá Atalanta til að fylla skarðið.

Atalanta mun þá horfa til Tammy Abraham, framherja Chelsea, ef liðið missir Zapata til Inter.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner