Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 04. september 2018 16:51
Elvar Geir Magnússon
Ísland úr leik - Lök frammistaða og vítaklúður
Icelandair
Guðbjörg gerði skelfileg mistök.
Guðbjörg gerði skelfileg mistök.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland 1 - 1 Tékkland
0-1 Tereza Szewieczkova ('11)
1-1 Glódís Perla Viggósdóttir ('87)
- Sara Björk Gunnarsdóttir ('90, misnotað víti)
Lestu nánar um leikinn

HM-draumurinn kvennalandsliðsins er floginn burt en því mistókst að vinna Tékkland á Laugardalsvelli í dag.

Íslenska liðið náði sér ekki á strik í leiknum, dómgæslan féll ekki með því og Sara Björk Gunnarsdóttir klúðraði vítaspyrnu á ögurstundu í lokin.

Sigur hefði dugað til að komast í umspilið.

Tékkland komst yfir í leiknum á 11. mínútu þegar Guðbjörg Gunnarsdóttir markvörður gerði skelfileg mistök, annan landsleikinn í röð. Arfadapur makedónskur dómari leiksins sleppti því að dæma augljóst víti til Íslands í fyrri hálfleik.

Seint í leiknum jafnaði Glódís Perla fyrir Ísland.

Í uppbótartíma fékk Ísland tækifæri til að tryggja sér sigur og komast í umspilið. Fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir tók vítaspyrnu en markvörður Tékka, sem átti stórleik, varði.

Niðurstaðan 1-1 jafntefli og annað sætið í riðlinum en það dugar ekki til.
Athugasemdir
banner
banner
banner