mið 04. september 2019 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Demba Ba hafnaði að spila á Ítalíu útaf fordómum
Ba er 34 ára og hefur spilað í Kína og Tyrklandi undanfarin ár.
Ba er 34 ára og hefur spilað í Kína og Tyrklandi undanfarin ár.
Mynd: Getty Images
Það hafa margir tjáð sig um mál Romelu Lukaku, sem varð fyrir barðinu á kynþáttaníði í leik gegn Cagliari um síðustu helgi.

Lukaku steig á vítapunktinn og heyrðust apahljóð hátt og snjallt úr stúkunni. Belginn lét það þó ekki á sig fá og skoraði sigurmarkið í 1-2 sigri Inter.

Stjórn Serie A hefur ákveðið að refsa stuðningsmönnum Cagliari ekki fyrir níðsöngvana og þá gaf stuðningsmannahópur Inter út yfirlýsingu sem kemur stuðningsmönnum Cagliari til varnar.

Demba Ba, fyrrum sóknarmaður Chelsea, er meðal þeirra fjölmörgu sem ekki eru sáttir við þessa yfirlýsingu.

„Þetta er ástæðan fyrir því að ég hafnaði að spila á Ítalíu. Ég vildi óska þess að allir svartir leikmenn myndu yfirgefa þessa deild."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner