Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 04. september 2019 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Everton reyndi að selja Bolasie til CSKA - Vildi verja fjölskyldu sína
Yannick Bolasie vildi alls ekki fara til CSKA Moskvu
Yannick Bolasie vildi alls ekki fara til CSKA Moskvu
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Everton reyndi að selja Yannick Bolasie til CSKA Moskvu í Rússlandi en leikmaðurinn harðneitaði að fara þangað og var á endanum lánaður til Sporting í Portúgal.

Rússneska félagið CSKA Moskva var reiðubúið að greiða Everton dágóða summu fyrir Bolasie auk þess sem leikmaðurinn hefði hækkað í launum en hann þénaði 75 þúsund pund hjá Everton.

Bolasie tjáði sig hins vegar á Twitter í síðasta mánuði þar sem hann var spurður hvort hann væri á leið til CSKA og hafnaði hann því.

Hann sá meðferð stuðningsmanna Zenit á brasilíska leikmanninum Malcom og ákvað því að hætta við að fara til Rússlands en hann vildi verja fjölskyldu sína frá kynþáttafordómum.

Everton reyndi þó að selja honum hugmyndina að fara til Moskvu en peningalega hefði félagið grætt meira á því heldur en að lána hann til Sporting en Bolasie gaf sig ekki.

„Það er verið að spila með ferilinn minn eins og þeir séu að leika sér með Lego-karla," sagði Bolasie um Everton á Twitter er þeir reyndu að sannfæra hann um að fara til Moskvu en hann eyddi færslunni eftir að hann samdi við Sporting.
Athugasemdir
banner
banner
banner