Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 04. september 2019 21:30
Ívan Guðjón Baldursson
Foden: Pep trúir á mig
Mynd: Getty Images
Phil Foden er meðal efnilegustu leikmanna knattspyrnuheimsins en hefur ekki verið að fá mikinn spiltíma hjá Manchester City á upphafi tímabils.

Hann fékk tvær mínútur gegn Liverpool í Góðgerðarskildinum og ellefu í stórsigri á West Ham í fyrstu umferð. Síðan þá hefur Foden ekki komið við sögu. Hann segist ekki hafa áhuga á að skipta um félag þrátt fyrir loforð um aukinn spiltíma.

„Það er oft talað um að ég fái ekki nægan spiltíma en ég hlusta ekki á það. Ég er bara 19 ára og fólk er að reyna að dæma hvernig ég er. Ég pæli ekkert í því. Pep trúir á mig og ég veit að hann mun gefa mér tækifæri, það er nóg fyrir mig," sagði Foden.

„Það sem hann sagði við mig síðasta sumar hefur ræst. Á hverju ári fæ ég meiri spiltíma. Það er mikil pressa á mér að vera svona ungur í svona sterku liði en ég reyni að finna ekki fyrir henni.

„Þetta var frábært tímabil fyrir okkur þrátt fyrir væntingarnar. Við hefðum viljað fara lengra í Meistaradeildinni, við vorum svolítið óheppnir að detta út. Í heildina höfum við samt gert ótrúlega vel og ég er mjög stoltur af árangrinum."


Hann er 19 ára gamall og segist ekki hafa áhuga á að skipta um félag líkt og fyrrum liðsfélagar sínir Brahim Diaz og Jadon Sancho sem fóru til Real Madrid og Borussia Dortmund.
Athugasemdir
banner
banner