Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   mið 04. september 2019 11:10
Elvar Geir Magnússon
Gylfi: Moise Kean þarf aðeins að venjast enska boltanum
Icelandair
Gylfi og Moise Kean.
Gylfi og Moise Kean.
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson spjallaði við Fótbolta.net og 433.is fyrir landsliðsæfingu í dag. Gylfi byrjaði á því að ræða um Everton og startið á tímabilinu.

„Byrjunin er fín. Leikurinn gegn Aston Villa og jafnteflið gegn Crystal Palace voru auðvitað vonbrigði en þetta er upp á við. Það er jákvætt," segir Gylfi.

„Þetta hefur verið í rétta átt. Í fyrstu þremur leikjunum var varnarleikurinn fínn en við vorum ekki að skora nægilega mikið. Síðan skoruðum við þrjú gegn Wolves en fengum tvö á okkur. Þetta er upp og niður."

Í viðtalinu er rætt um Moise Kean sem kom frá Juventus en Gylfi segir að sóknarmaðurinn ungi þurfi að fá smá tíma til að aðlagast.

„Moise Kean kemur frá Ítalíu og fyrsti byrjunarliðsleikurinn var Lincoln á útivelli. Hann þarf aðeins að venjast enska fótboltanum en hann er mjög góður leikmaður og það mun ekki taka langan tíma held ég."

Sjáðu viðtalið hér að ofan en þar tjáir Gylfi sig um markmið Everton og komandi landsleiki.
Athugasemdir
banner
banner