Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
Pétur: Allt öðruvísi en gegn Víkingum
Fyrirliðinn ánægður með fyrsta sigurinn - „Þvílíkur bónus að koma marki inn í lokin"
   mið 04. september 2019 11:30
Magnús Már Einarsson
Kári Árna: Hlýtur að vera tekið fyrir það að spila innanhúss
Icelandair
Kári Árnason.
Kári Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Árnason, varnarmaður íslenska landsliðsins, var ánægður með að vera mættur út á grasið á Laugardalsvelli á æfingu í dag eftir að hafa leikið innandyra í Kórnum í síðasta leik með Víkingi R gegn HK.

„Þetta er aðeins annað. Það hlýtur að vera tekið fyrir þetta næsta sumar að spila innanhús. Það er mjög gott að vera kominn á gras," sagði Kári en hann skoraði tvö mörk í leiknum gegn HK.

Ísland vann Tyrkland og Albaníu í júní en nú eru framundan leikir við Moldavíu á laugardag og Albaníu á útivelli á þriðjudag.

„Við enduðum þetta mjög jákvætt í sumar. Við höfum venjulega náð í góð úrslit í sumarleikjunum og þetta var það sem við þurftum til að kickstarta þessum riðli almennilega. Engu að síður er mikil pressa núna. Við þurfum að halda áfram og vinna þessa tvo leiki, svo einfalt er það."

Moldavía er í 171. sæti á heimslistanum en Kári býst við erfiðum leik gegn þeim.

„Þetta eru strákar sem eru að spila í hörkudeildum. Þeir eru að spila í Ítalíu og Þýskalandi og hingað og þangað. Þetta eru fínustu leikmenn og þetta verður erfiður leikur. Þeir hafa veikleika eins og flest lið og við ætlum að reyna að nýta okkur þá og vinna þennan leik."

Það er nóg af áhugaverðum leikjum framundan hjá Kára því eftir landsleikina á laugardag og þriðjudag verður hann í eldlínunni með Víkingi í úrslitum Mjólkurbikarsins gegn FH laugardaginn 14. september. „Þetta er mjög spennandi vika. Þetta verður erfitt fyrir gamlan mann en við erum með frábært sjúkrateymi sem nær vonandi að hjálpa mér í því," sagði Kári.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild.
Athugasemdir
banner
banner