Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 04. september 2019 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Lovren ekki sáttur með bekkjarsetuna
Mynd: Getty Images
Dejan Lovren, miðvörður Liverpool, er ekki ánægður með stöðu sína hjá Liverpool eftir að hann missti byrjunarliðssæti sitt til Joel Matip. Hann er núna orðinn fjórði í goggunarröðinni, eftir Joe Gomez.

Lovren reyndi að komast burt frá Liverpool í sumar og sýndu Roma og Milan honum áhuga. Að lokum varð þó ekkert úr skiptunum þar sem ítölsku félögin vildu aðeins fá Króatann til sín að láni.

„Ég íhugaði að skipta um félag. Ég veit að ég gerði mitt besta fyrir Liverpool og vann Meistaradeildina með félaginu, en ég er ekki sú tegund af leikmanni sem er sáttur með að fá borgað fyrir að sitja á bekknum," sagði Lovren.

„Fólk í kringum mig sagði mér að vera bara sáttur með mitt, sitja á bekknum og þiggja launin mín. En það gerir mig ekki ánægðan.

„Milan og Roma settu sig í samband við mig en samningsviðræður gengu ekki vel. Ég vil ekki þurfa að sanna mig aftur á nýjum stað á lánssamning. Ég hef unnið Meistaradeildina og silfurverðlaun á HM. Ég hef afrekað mikið í fótbolta og á ekki að þurfa að sanna mig fyrir neinum."


Lovren kom aðeins við sögu í 13 úrvalsdeildarleikjum á síðasta tímabili. Hann er 30 ára og á 52 landsleiki að baki fyrir Króatíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner