Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 04. september 2019 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Matic: Ekkert vandamál milli mín og Solskjær
Nemanja Matic segir allt vera í góðu lagi á Englandi
Nemanja Matic segir allt vera í góðu lagi á Englandi
Mynd: Getty Images
Nemanja Matic, leikmaður Manchester United á Englandi, segir ekkert vandamál vera á milli hans og Ole Gunnar Solskjær, stjóra félagsins.

Matic, sem er 31 árs gamall, var ónotaður varamaður fyrstu þrjá deildarleiki tímabilsins áður en hann lék 22 mínútur í 1-1 jafntefli gegn Southampton á dögunum.

Spilamennska Matic hjá United hefur ekki verið upp á marga fiska eða alveg frá því hann kom frá Chelsea árið 2017 en hann var allt annar leikmaður hjá þeim bláklæddu.

Matic segir ekkert vandamál vera á milli hans og Solskjær en þrátt fyrir það hefur hann verið öflugur á Instagram að líka við færslur sem eru með áróður gegn Solskjær.

„Hann ákvað að hafa mig út úr liðinu fyrstu tvo eða þrjá leikina en ég legg hart að mér á hverjum degi og virði ákvörðun hans en það er mitt að sýna honum að hann hefur rangt fyrir sér og koma mér aftur í liðið," sagði Matic.

„Það er ekkert vandamál. Ég sagði honum að ég væri ósammála en að það sé hann sem þurfi að velja liðið," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner