Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 04. september 2019 12:30
Magnús Már Einarsson
Moreno til í að stíga til hliðar fyrir Enrique
Luis Enrique.
Luis Enrique.
Mynd: Getty Images
Robert Moreno, landsliðsþjálfari Spánar, segist vera tilbúinn að stíga til hliðar ef Luis Enrique vill taka aftur við starfinu í framtíðinni.

Enrique sagði upp störfum í júní eftir að hafa áður tekið sér frí í mars. Enrique hætti störfum þar sem Xana, níu ára dóttir hans, var að berjast við krabbamein en hún lést í síðustu viku.

Moreno var áður aðstoðarþjálfari spænska liðsins en hann tók við stjórnartaumunum þegar Enrique hætti í sumar.

Moreno segist hins vegar meira en tilbúinn að fara aftur í sitt gamla starf sem aðstoðarþjálfari ef Enrique vill taka við.

„Ef Luis vill snúa aftur einn daginn þá myndi ég glaður stíga til hliðar og vinna með honum. Ég lít á Luis sem vin og vinskapur kemur á undan öllu öðru," sagði Moreno.
Athugasemdir
banner
banner
banner