Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 04. september 2019 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Neville segist ekki vera að taka við bandaríska kvennalandsliðinu
Phil Neville
Phil Neville
Mynd: Getty Images
Phil Neville, þjálfari enska kvennalandsliðsins, segir ekkert til í því að hann sé að taka við bandaríska kvennalandsliðinu af Jill Ellis.

Neville hefur gert frábæra hluti með enska landsliðið en liðið hafnaði í þriðja sæti á HM í sumar og þá var Neville tilnefndur sem besti þjálfari kvennaliðs af FIFA en athöfnin fer fram 23. september næstkomandi.

Jill Ellis er að hætta með bandaríska kvennalandsliðið en samningur klárast í október og þá er knattspyrnusambandið farið að leita að arftaka hennar.

Samkvæmt Daily Mail þá er Neville efstur á blaði hjá bandaríska sambandinu en Neville sjálfur hafnar þessu.

„Það hefur enginn haft samband við mig. Einbeitingin hjá mér er að vinna gullið á Ólympíuleikunum," sagði Neville.

Athugasemdir
banner
banner