Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 04. september 2019 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu Bendtner klúðra færum á fyrstu æfingunni
Mynd: Richard Sagen/Adresseavisen
Nicklas Bendnter gekk nýverið í raðir FC Kaupmannahöfn á dögunum og skrifaði undir samning sem gildir til áramóta.

Bendtner er 31 árs gamall og lék síðast fyrir Rosenborg við góðan orðstýr. Hann er afar umdeildur einstaklingur og var til að mynda dæmdur fyrir líkamsárás á leigubílstjóra síðasta haust og þurfti að sitja í stofufangelsi. Hann er heimsþekktur eftir skrautlega dvöl sína hjá Arsenal frá 2005 til 2014.

Bendtner er byrjaður að æfa með Kaupmannahöfn og rataði myndband af klúðrum hans á fyrstu æfingunni beint á samfélagsmiðla. Það er nokkuð skondið þar sem hann sést klúðra jafnvel auðveldustu færum, en myndbandið er augljóslega klippt til.

Kaupmannahöfn er danskur meistari og vann fyrstu sjö leiki nýs tímabils. Liðið tapaði fyrir Álaborg í síðustu umferð og var Bendtner fenginn fyrir toppbaráttuna gegn Midtjylland, sem er í toppsætinu.


Athugasemdir
banner
banner