Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 04. september 2019 10:08
Elvar Geir Magnússon
Solskjær hraunaði yfir menn í klefanum
Solskjær lét óánægju sína í ljós.
Solskjær lét óánægju sína í ljós.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, er alltaf yfirvegaður og rólegur þegar hann talar við fjölmiðlamenn en hann getur sýnt á sér allt aðra hlið í klefanum.

The Sun segir að sá norski hafi látið menn heyra það eftir að United gerði 1-1 jafntefli gegn Southampton um síðustu helgi.

United komst yfir í leiknum og var auk þess manni fleiri í næstum 20 mínútur eftir að Kevin Danso fékk rautt spjald.

United féll niður í 8. sæti deildarinnar.

Sagt er að Solskjær hafi hrópað á menn að frammistaðan hafi verið „grín" og það hafi verið „vandræðalegt" að ná ekki að skora sigurmarkið.

United rúllaði yfir Chelsea 4-0 í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar en síðan hefur liðinu mistekist að leggja Crystal Palace, Wolves og nú Southampton.

Eftir landsleikjahlé mun United leika gegn Leicester, West Ham og svo Arsenal.
Athugasemdir
banner