Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 04. september 2019 09:30
Magnús Már Einarsson
Stuðningsmaður Rangers í lífstíðarbann fyrir ógeðslega hegðun
Scott Brown fyrirliði Celtic.
Scott Brown fyrirliði Celtic.
Mynd: Getty Images
Rangers hefur ákveðið að setja stuðningsmann félagsins í lífstíðarbann frá leikjum þess eftir ummæli sem hann lét falla fyrir utan Ibrox heimavöll félagsins.

Umræddur stuðningsmaður, sem er 15 ára gamall, beið fyrir utan leikvanginn eftir Scott Brown, fyrirliða Celtic, eftir grannaslag liðanna um helgina.

Brown missti systur sína árið 2008 en hún lést þá 21 árs gömul eftir baráttu við krabbamein.

„Hvernig hefur systir þín það?" sagði stuðningsmaðurinn við Brown eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan.

Brown var mjög brugðið en stuðningsmaðurinn hefur nú verið dæmdur í lífstíðarbann frá leikjum Rangers.

Athugasemdir
banner
banner