Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 04. september 2019 18:00
Ívan Guðjón Baldursson
Stuðningsmönnum Cagliari ekki refsað
Mynd: Getty Images
AP greinir frá því að aganefnd Serie A hafi ákveðið að refsa ekki stuðningsmönnum Cagliari fyrir að gera apahljóð þegar Romelu Lukaku tók vítaspyrnu gegn liðinu í ítalska boltanum um síðustu helgi.

Apahljóðin úr stúkunni voru augljós og gaf harðkjarna stuðningsmannahópur Inter frá sér yfirlýsingu sem kom stuðningsmönnum Cagilari til varnar. Apahljóðin væru ekki form af rasisma á Ítalíu, heldur aðeins leið fyrir stuðningsmenn til að koma andstæðingnum úr jafnvægi.

Fólk hefur almennt ekki tekið vel í þessi rök stuðningsmannahópsins sem hafa verið gagnrýnd af knattspyrnumönnum, fréttamönnum og knattspyrnusérfræðingum um allan heim.

Ítalska deildin er ekki þekkt fyrir að bregðast harkalega við kynþáttafordómum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner