Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 04. september 2019 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Tvíburabróðirinn líka til Tottenham?
Er þetta Ryan eða Steven? Það er stóra spurningin í þessu
Er þetta Ryan eða Steven? Það er stóra spurningin í þessu
Mynd: Getty Images
Enska félagið Tottenham Hotspur keypti Ryan Sessegnon frá Fulham fyrr í mánuðnum en tvíburabróðirinn er nú í myndinni hjá Tottenham.

Tottenham keypti Ryan á 25 milljónir punda undir lok enska gluggans en hann gerði samning til 2022.

Ryan á þó tvíburabróður en sá heitir Steven og hefur verið að heilla með yngri landsliðum Englands auk þess sem hann er að gera góða hluti með Fulham sem hefur skilað honum í U21 árs landsliðið.

Tottenham hefur verið í viðræðum við Fulham um Steven en Tottenham er reiðubúið að borga 3 milljónir punda fyrir hann.

Það yrði fróðlegt að sjá bræðurna saman í liði í ensku úrvalsdeildinni en það yrði þó engin nýjung. Rafael og Fabio léku með Manchester United, Ray og Rod Wallace með Leeds, Martin og Marcus Olsson með Blackburn, Adam og James Chambers með WBA.
Athugasemdir
banner
banner