Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 04. september 2019 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Van de Beek ráðlagt að hafna Real Madrid
Donny van de Beek
Donny van de Beek
Mynd: Getty Images
Hollenska miðjumanninum Donny van de Beek var ráðlagt að hafna spænska félaginu Real Madrid ef að félagið gæti ekki lofað honum byrjunarliðssæti.

De Beek hefur verið lykilmaður á miðjunni hjá Ajax undanfarin ár en hann átti stóran þátt í að liðið komst alla leið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu á síðasta ári.

Liðið vann einnig hollensku deildina en de Beek hefur verið orðaður við Real Madrid í allt sumar.

Hann endaði þó á að vera áfram hjá Ajax en staðan gæti breyst í janúar. Mario Melchiot, fyrrum leikmaður Chelsea og hollenska landsliðsins, ræddi um De Beek við Goal.com.

„Mér líst vel á de Beek og karakterinn hans. Ég vona að fyrsta félagið sem hann velur sér að hann fái að spila þar. Davy Klaassen var mjög góður hjá Ajax en fór svo til Everton, átti erfitt með að aðlagast og endaði á bekknum," sagði Mario Melchiot, fyrrum leikmaður Chelsea.

„Ef De Beek fer til Real Madrid einn daginn og ég er ekki að segja að hann sé ekki nógu góður, en ef hann fær ekki loforð um að spila eða fá sanngjörn tækifæri þá ætti hann ekki að fara þangað," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner