mið 04. september 2019 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Wenger: VAR hefði breytt sögu Arsenal
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger hefur ekki tekið við öðru félagi eftir að hann var látinn fara frá Arsenal fyrir rúmu ári síðan.

Wenger afrekaði margt hjá Arsenal og var dáður af stuðningsmönnum félagsins. Eitt afrekaði hann þó ekki, að vinna Meistaradeild Evrópu.

Félagið komst alla leið í úrslitaleikinn gegn Barcelona árið 2006. Leikurinn byrjaði illa fyrir Arsenal því markvörðurinn Jens Lehmann var rekinn útaf eftir aðeins 18 mínútur. Sol Campbell kom þeim rauðklæddu þó yfir skömmu síðar og náðu Börsungar ekki að jafna fyrr en á lokakaflanum.

Samuel Eto'o skoraði þá á 76. mínútu, skömmu áður en Juliano Belletti innsiglaði sigur Barca.

Wenger var í skemmtilegu sjónvarpsviðtali fyrr í vikunni. Þar var hann spurður í hvaða leik úr fortíðinni hann hefði helst viljað sjá VAR beitt.

„Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar 2006, því ég held að Eto'o hafi verið rangstæður í jöfnunarmarkinu. Það hefði breytt sögu Arsenal."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner