Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 04. september 2019 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Wolves fær hærri sjónvarpstekjur en Real Madrid
Mynd: Getty Images
Það leikur enginn vafi á að því fylgja margir kostir að spila í ensku úrvalsdeildinni. Einn af stærstu kostunum eru háar sjónvarpstekjur, sem gerir efstu félögin í Championship deildinni ólm í að styrkja sig til að fara upp.

Það er engin önnur deild í knattspyrnuheiminum sem kemst nálægt því að skapa jafn miklar tekjur og enska úrvalsdeildin.

Á síðustu leiktíð var Liverpool með hæstu sjónvarpstekjurnar, á undan Manchester City, Chelsea, Tottenham, Manchester United og Arsenal. Í sjöunda sæti er Barcelona og í því tíunda kemur Real Madrid.

Everton og Wolves fá hærri sjónvarpstekjur úr deildinni heldur en spænsku risarnir í Real Madrid.

1. Liverpool 152m punda
2. Man City 151
3. Chelsea 146
4. Tottenham 145
5. Man Utd 143
6. Arsenal 142
7. Barcelona 130
8. Everton 129
9. Wolves 127
10. Real Madrid 125
Athugasemdir
banner
banner
banner