Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 04. september 2022 22:08
Brynjar Ingi Erluson
Svíþjóð: Hákon og Sveinn fögnuðu sigri á Malmö - Häcken áfram á toppnum
Hákon Rafn stóð í marki Elfsborg
Hákon Rafn stóð í marki Elfsborg
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hákon Rafn Valdimarsson stóð á milli stanganna hjá Elfsborg sem vann Malmö, 3-2, í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Hákon var varamarkvörður Elfsborg framan af tímabili en hefur nú spilað fimm deildarleiki í röð.

Hann var í markinu í 3-2 sigrinum á Elfsborg og þá kom Sveinn Aron Guðjohnsen inná sem varamaður á 68. mínútu.

Elfsborg er í 9. sæti með 27 stig.

Valgeir Lunddal Friðriksson var í byrjunarliði Häcken sem gerði 2-2 jafntefli við Degerfors. Hann fór af velli á 66. mínútu en Häcken er á toppnum með 45 stig eftir 21 leik.

Aron Bjarnason lék þá allan leikinn í 1-0 tapi Sirius fyrir Djurgården en Óli Valur Ómarsson kom inná sem varamaður á 82. mínútu. Sirius er í 10. sæti með 25 stig.

Axel Óskar Andrésson og Valgeir Valgeirsson spiluðu báðir allan leikinn fyrir Örebro sem gerði markalaust jafntefli við Norrby í B-deildinni. Örebro er í 9. sæti með 28 stig.
Athugasemdir
banner
banner