fim 04. október 2018 12:22
Elvar Geir Magnússon
Franski hópurinn sem mætir Íslandi - Pogba og félagar
Icelandair
Paul Pogba kyssir heimsmeistarabikarinn.
Paul Pogba kyssir heimsmeistarabikarinn.
Mynd: Getty Images
Einn umtalaðasti fótboltamaður heims í dag, Paul Pogba, er í landsliðshópi Frakklands sem mætir Íslandi í vináttulandsleik í Guingamp eftir viku, 11. október.

Didier Deschamps opinberaði hópinn í dag en þar má finna fjölda geggjaðra fótboltamanna enda Frakkar heimsmeistarar eins og lesendur vita.

Á morgun mun Erik Hamren tilkynna íslenska hópinn sem leikur gegn Frakklandi en sami hópur leikur svo gegn Sviss á Laugardalsvelli þann 15. október í Þjóðadeildinni.

Markverðir:
Alphonse Areloa - PSG
Hugo Lloris - Tottenham
Steve Mandanda - Marseille

Varnarmenn:
Lucas Digne - Everton
Lucas Hernandez - Atletio Madrid
Presnel Kimpembe - PSG
Benjamin Pavard - Stuttgart
Mamadou Sakho - Crystal Palace
Djibril Sidibe - Mónakó
Raphael Varane - Real Madrid
Kurt Zouma - Everton

Miðjumenn:
N'Golo Kante - Chelsea
Thomas Lemar - Atletico Madrid
Blaise Matuidi - Juventus
Tanguy Ndombele - Lyon
Steven Nzonzi - Roma
Paul Pogba - Man Utd

Sóknarmenn:
Ousmane Dembele - Barcelona
Nabil Fekir - Lyon
Olivier Giroud - Chelsea
Antoine Griezmann - Atletico Madrid
Kylian Mbappe - PSG
Florian Thauvin - Marseille


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner