Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 04. október 2018 11:33
Elvar Geir Magnússon
Ísland leikur gegn Katar í Belgíu í nóvember
Icelandair
Viðar Örn fagnar marki sínu gegn Katar.
Viðar Örn fagnar marki sínu gegn Katar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Karlalandsliðið leikur vináttuleik gegn Katar 19. nóvember, en leikið verður í Eupen í Belgíu. Ísland leikur því tvo leiki í Belgíu í nóvember, en liðið mætir Belgíu í Þjóðadeild UEFA 15. nóvember.

Þetta verður í annað sinn sem Katar og Ísland mætast á fótboltavellinum en liðin gerðu 1-1 jafntefli 14. nóvember 2017 í Doha. Sá leikur var liður í undirbúningi liðsins fyrir HM 2018 í Rússlandi en Viðar Örn Kjartansson skoraði mark Íslands.

Katar er í fullri vinnu við að byggja upp lið fyrir HM 2022 sem verður haldið á þeirra heimavelli eins og allir fótboltaáhugamenn vita.

Næstu verkefni íslenska landsliðsins eru þó leikir gegn heimsmeisturum Frakka ytra 11. október og heimaleikur gegn Sviss þann 15. október. Leikurinn í Frakklandi er vináttulandsleikur en leikið verður gegn Sviss í Þjóðadeildinni. Ísland tapaði 6-0 fyrir Sviss í síðasta mánuði.

Á morgun verður fréttamannafundur þar sem Erik Hamren landsliðsþjálfari mun opinbera hópinn fyrir það verkefni.
Athugasemdir
banner
banner
banner