Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 04. október 2019 17:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bruce: Stórkostlegur tími til að mæta Manchester United
Steve Bruce.
Steve Bruce.
Mynd: Getty Images
Steve Bruce, knattspyrnustjóri Newcastle, er spenntur fyrir því að mæta Manchester United á sunnudaginn.

Newcastle fékk skell gegn Leicester í síðustu umferð, 5-0 tap var niðurstaðan. Bruce telur að það sé gott að mæta United á heimavelli eftir þann skell.

„Sama á móti hverjum við erum að spila, það snýst um það hvað við gerum. Sérstaklega eftir það sem gerðist um síðustu helgi," sagði Bruce.

Bruce var í hjarta varnar Manchester United fyrir 30 árum eða svo. United hefur ekki gengið vel upp á síðkastið og er liðið aðeins með níu stig eftir sjö leiki.

„Þetta er kannski ekki eins og Man Utd var í gamla daga, en þarna eru enn mjög góðir leikmenn. Við þurfum að vera upp á okkar besta, miklu betri en um síðustu helgi."

„Ég er að vona að við munum gefa stuðningsmönnunum gott svar því við brugðumst öllum í síðustu viku."

„Þetta er stórkostlegur tími til að spila við Manchester United. Það verður fullur völlur og leikurinn í sjónvarpinu. Við þurfum að koma til baka, hvað betra en að gera það gegn þeim," sagði Steve Bruce.

Newcastle er í fallsæti með fimm stig fyrir leikinn á sunnudag.
Athugasemdir
banner
banner