fös 04. október 2019 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Capello reyndi að fá 16 ára Messi lánaðan til Juventus
Lionel Messi er af mörgum talinn besti knattspyrnumaður sögunnar.
Lionel Messi er af mörgum talinn besti knattspyrnumaður sögunnar.
Mynd: Getty Images
Fabio Capello var gestur í sjónvarpsveri Sky Sport Italia degi eftir 2-1 tap Inter gegn Barcelona í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Næsti leikur Inter er toppslagur gegn Juventus á sunnudagskvöldið og segist Capello vera spenntur fyrir viðureigninni.

„Inter hefur ekki mætt neinu stórliði hingað til. Þeir áttu nágrannaslaginn en Milan er ekki lið sem er sérlega erfitt viðureignar í dag. Ég held að leikurinn gegn Juve muni ráðast á miðjunni. Þetta verður afar spennandi viðureign," sagði Capello, og talaði svo um Lionel Messi.

„Messi var frábær í gær. Ég sá hann í fyrsta sinn á Gamper Trophy æfingamótinu þegar hann var 16 ára. Hann tryllti stuðningsmenn í hvert sinn sem hann kom inn á völlinn svo ég spurði Frank Rijkaard hvort hann gæti ekki lánað okkur hann til Juventus," sagði Capello, sem stýrði Juve frá 2004 til 2006.

„Þeir voru í vandræðum með pláss í hópnum útaf alltof mörgum erlendum leikmönnum en Rijkaard sagði að þeir myndu samt finna leið til að láta hann spila."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner