Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 04. október 2019 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Deschamps: Lampard bað mig um að velja ekki Kante
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Didier Deschamps er búinn að velja franska landsliðshópinn sem heimsækir Ísland til að spila mikilvægan leik í undankeppninni fyrir EM á næsta ári.

N'Golo Kante er í leikmannahópi Frakka en hann var ekki með síðast þar sem hann var að ná sér aftur eftir meiðsli.

Frank Lampard, stjóri Chelsea, hringdi í Deschamps fyrir síðasta landsleikjahlé og bað um að leyfa Kante að vera heima til að jafna sig af meiðslunum.

Deschamps varð við beiðninni, enda var Kante meiddur og spilaði ekki næstu tvo leiki Chelsea eftir landsleikjahléð.

Deschamps hélt fréttamannafund í gær þegar landsliðshópurinn var kynntur og var hann spurður út í Kante, sem er aðeins búinn að spila þrjá leiki á tímabilinu.

„Lampard bað mig um að velja ekki Kante síðast. Ef hann gerir það aftur þá gæti ég hringt í hann og beðið hann um að leyfa Olivier Giroud að fá meiri spiltíma," svaraði Deschamps.

Giroud er eftir Tammy Abraham í goggunarröðinni hjá Chelsea. Michy Batshuayi er einnig í hópnum.
Athugasemdir
banner
banner