banner
   fös 04. október 2019 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Eigandi Sassuolo látinn - Leik dagsins frestað
Mynd: Getty Images
Giorgio Squinzi, eigandi og forseti ítalska knattspyrnufélagsins Sassuolo, lést á miðvikudaginn. Hann var 76 ára að aldri.

Squinzi stofnaði og stýrði risafyrirtækinu MAPEI sem framleiðir byggingarefni. MAPEI er aðalstyrktaraðili Sassuolo og heitir leikvangur félagsins Mapei Stadium.

Samúðarkveðjum hefur rignt yfir félagið í dag og gaf stjórn Serie A grænt ljós á að fresta leik liðsins gegn Brescia fram til 18. desember. Liðin áttu að mætast í kvöld.

Sassuolo hefur náð ótrúlegum árangri undir leiðsögn Squinzi. Félagið komst upp í Serie A í fyrsta sinn árið 2013 og hefur ekki fallið síðan. Besti árangurinn hlaust tímabilið 2015/16 þegar Sassuolo náði 6. sæti og komst í undankeppni Evrópudeildarinnar. Þar náði liðið inn í riðlakeppnina en endaði í neðsta sæti með aðeins einn sigur, 3-0 gegn Athletic Bilbao.

Það eru aðeins 40 þúsund íbúar í Sassuolo, sem er álitinn smábær á Ítalíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner