Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 04. október 2019 11:18
Magnús Már Einarsson
Emery: Aðrir verðskulda meira að spila en Özil
Mynd: Getty Images
Mesut Özil hefur verið úti í kuldanum hjá Unai Emery, stjóra Arsenal, á þessu tímabili. Özil hefur einungis komið við sögu í einum leik í fyrstu sjö umferðum ensku úrvalsdeildarinnar.

Þjóðverjinn var ekki hóp gegn Manchester United á mánudag og þó að Emery hafi gert tíu breytingar á byrjunarliðinu gegn Standard Liege í Evrópudeildinni í gær þá var Özil ekki í hóp þar heldur.

„Ég hugsa alltaf hvaða leikmenn henta best fyrir hvern leik og bestu leikmennirnir í hópnum spila og hjálpa okkur," sagði Emery.

„Þegar ég ákvað að hann væri ekki í hópnum var það af því að ég tel að hinir leikmennirnir verðskuldi það frekar."

„Hann þarf að halda áfram að leggja hart að sér. Á morgun erum við með æfingu hjá leikmönnunum sem spiluðu ekki og á sunnudag er annar leikur þar sem við þurfum að ákveða liðið."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner