Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fös 04. október 2019 16:10
Hafliði Breiðfjörð
Freysi: Trúum að við getum unnið Frakkland
Icelandair
Freyr á fréttamannafundi Íslands í dag.
Freyr á fréttamannafundi Íslands í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta eru sennilega eins ólík verkefni og þau geta orðið. Bæði verkefnin eru á heimavelli og það er gott að geta farið í október verkefni og eiga tvo leiki heima," sagði Freyr Alexandersson aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla eftir að hafa tilkynnt 25 manna hóp sem mætir Frakklandi og Andorra í október.

„Við erum búnir að vita af þessum andstæðum í langan tíma og erum vel undirbúnir fyrir komandi verkefni. Það er alltaf þannig þegar við förum í fótboltaleik að við reynum að vinna og því hlýtur grunnmarkmiðið að vera að ná í 6 stig. Við vitum allir að við erum að spila við besta lið í heimi og þetta verður erfitt. Við erum ekki að fara að spila á heimavelli með neitt annað markmið en að fá sem mest út úr leiknum. Við trúum að við getum unnið þá. Við erum góðir á heimavelli og ef allt tikkar með okkur þá getum við unnið þá. Við vitum líka að ef við spilum okkar besta leik og þeir spila þeirra besta leik þá vinnur Frakkland. Þá er undir okkur komið að ýta þeim út úr sínum leik og hitta á okkar besta dag."

Tyrkland vann 2 - 0 heimasigur á Frökkum. Horfir hann til þess leiks?

„Það var rosalega vel gert hjá Tyrkjunum, ef við náum aðeins að ýta þeim út úr sínum leik og hitta á þessa fáu veikleika sem eru þarna. Tyrkirnir gerðu það og gerðu það hrikalega vel. Við erum búnir að spila oft við þá í fjögur ár og vitum hvar veikleikar þeirra liggja. Þetta snýst um að ná að negla þá og það er hægara sagt en gert. Það er einhver tilfinning hjá mér og leikmönnum sem ég hef talað við í þessari viku, það hjálpar okkur að vera hér heima og spila við þá."

Ísland mætti Frökkum síðast á Laugardalsvelli árið 1998, þá voru þeir líka ný orðnir Heimsmeistarar og niðurstaðan varð 1 - 1 jafntefli.

„Það var eftirminnilegur leikur en það er annað í þessu að leikmenn franska landsliðsins hafa ekki komið til Íslands nema strákarnir sem spiluðu með U21 liðinu, árgerð '95 og '96. Þeir eru fjórir og þeir töpuðu hérna 3 - 2 á Kópavogsvelli. Þá var ógeðslegt veður."

Nánar er rætt við Frey í sjónvarpinu hér að ofan þar sem hann fer nánar í franska liðið.
Athugasemdir
banner
banner