fös 04. október 2019 22:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Giggs: Ole þarf líka að fá tíma
Á góðri stundu.
Á góðri stundu.
Mynd: Getty Images
Ryan Giggs, goðsögn hjá Manchester United, vill að Ole Gunnar Solskjær fái tíma hjá Manchester United.

Það hefur gengið brösulega að undanförnu hjá Manchester United og spurningar hafa vaknað um það hvort Solskjær sé rétti maðurinn í stjórastarfið á Old Trafford.

Giggs, sem er í dag landsliðsþjálfari Wales, vill að sinn fyrrum liðsfélagi fái tíma.

„Þetta er erfitt starf í augnablikinu. Það sem Manchester United hefur haft síðustu fjögur, fimm árin er blanda af leikmönnum Sir Alex Ferguson, David Moyes, Louis van Gaal og Jose Mourinho," sagði Giggs við fjölmiðlamenn.

„Ole er að reyna að gera Man Utd að svipuðu liði og áður fyrr með því að velja unga og hungraða leikmenn - eins og Dan James, Wan-Bissaka og Maguire."

„Hann er óheppinn að vissu leyti að vera á sama tíma og Klopp og Guardiola. Klopp er á sínu fjórða ári hjá Liverpool, það er svipað með Guardiola. Pochettino er búinn að vera í sex ár með Tottenham."

„Ole þarf líka að fá tíma. Þú þarft að fá tíma til þess að geta mótað liðið eftir því hvernig þú vilt spila. Hvort stjórar fái þann tíma í dag er annað mál."

Man Utd, sem er í tíunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar, mætir Newcastle á sunnudaginn.
Athugasemdir
banner
banner