Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 04. október 2019 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gnabry og Martinelli eru leikmenn vikunnar
Serge Gnabry.
Serge Gnabry.
Mynd: Getty Images
Þjóðverjinn Serge Gnabry er leikmaður vikunnar í Meistaradeildinni. Það ætti ekki að koma neinum á óvart.

Gnabry fór á kostum þegar Bayern vann ótrúlegan 7-2 sigur á Tottenham á útivelli. Gnabry skoraði fjögur mörk í leiknum og fór fyrir Þýskalandsmeisturunum.

Gnabry var ungur að árum á mála hjá Arsenal og hann stóðst ekki mátið eftir leikinn til að skjóta á erkifjendur Arsenal í Tottenham. „Norður London er RAUÐ!!!" sagði Gnabry á Twitter og setti mynd af sér fagna mörkunum í rauðum búningi Bayern."

Uppsveifla Gnabry hefur verið mögnuð undanfarin ár en hann fékk ekki spiltíma hjá WBA á láni fyrir fjórum árum.

Þá var Gabriel Martinelli, leikmaður Arsenal, leikmaður vikunnar í Evrópudeildinni. Hann skoraði tvö mörk í 4-0 sigri Arsenal á Standard Liege.


Athugasemdir
banner
banner
banner