fös 04. október 2019 13:43
Arnar Daði Arnarsson
Hamren veit að valið á Birki og Emil er umdeilt
Icelandair
Emil Hallfreðsson er í landsliðshópnum.
Emil Hallfreðsson er í landsliðshópnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erik Hamren landsliðsþjálfari Íslands hefur opinberað hópinn sem mætir Frakklandi og Andorra á Laugardalsvelli í undankeppni HM.

Birkir Már Sævarsson snýr aftur í hópinn en hann var ekki valinn í síðasta hóp. Þá eru Jóhann Berg Guðmundsson og Alfreð Finnbogason komnir eftir en þeir voru á meiðslalistanum í síðasta glugga.

Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson eru báðir valdir en þeir eru enn án félags.

„Ég skil umræðuna um Birki Bjarna og Emil Hallfreðs. Það er óvenjulegt að velja tvo leikmenn sem eru án félags. Ég hef hugsað þetta mjög mikið og rætt þetta mál. Ég geri mér grein fyrir því að þetta er umdeilt en ég tel best fyrir hópinn að þeir séu í hópnum. Þeir hafa reynslu og virðingu. Þeir munu nýtast hópnum vel," sagði Erik Hamren á fréttamannafundi á Laugardalsvelli sem haldinn var í hádeginu í dag.

„Ég vinn þannig að ég vel þá leikmenn sem sem ég tel að séu bestir fyrir liðið, líklegastir til að skila góðum úrslitum. Þetta var auðvitað erfið ákvörðun en ég tel mig hafa tekið rétta ákvörðun."

Sjáðu landsliðshópinn hér.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner